Jón Oddsson 1703-1779

Stúdent frá Skálholtsskóla 1722. Vígður 1724 aðstoðarprestur sr. Brynjólfs Ólafssonar að Hálsi í Hamarsfirði. Þeim samdi ekki og fór hann þá að Ási í Fellum til sr. Bjarna Einarssonar og fékk það prestakall 9. júlí 1729. Missti prestskap vegna barneignar en fékk uppreisn æru 8. maí 1733 og fékk Hjaltastaði 9. september 1735 og sagði þar af sér prestskap 8. júní 1760. Flutti að Svínafelli og andaðist í Mýnesi.

Heimild: Íslenskar æviskrár PÁÓ IV bindi, bls. 24.

Staðir

Áskirkja Prestur 1729-
Hjaltastaðakirkja Prestur 1736-1760
Hálskirkja Aukaprestur 05.06.1724-

Aukaprestur og prestur
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 5.04.2018