Haraldur Reynisson (Halli Reynis) 01.12.1966-

Halli ólst upp í Reykjavík, eineggja tvíburi, yngstur í fjögurra systkina hópi. Hann er sveitastrákur sem heldur sig þó mikið í Dölunum. Söngur og gítarspil var algengt á heimili Halla á æskuárunum og lærði hann sín fyrstu gítargrip ungur að aldri.

Árið 1986 reyndist nokkuð afdrifaríkt fyrir Halla, sem þá var 19 ára. Þá lenti hann í slysi sem kostaði mikla viðveru heima. Halli hafði í nokkur ár verið að semja texta og ljóð og það vantaði bara eitt púsl í myndina en það var að hann gæti spilað á gítar. Hann notaði tækifærið og lærði á gítar hjá mömmu sinni í veikindum sínum. Eftir þetta var gítarinn hans besti vinur og er það enn í dag.

Halli er söngvaskáld (trúbador) og heldur jafnan tónleika einn með kassagítar. Fyrsta plata hans kom út árið 1993, en alls hefur Halli gefið út 7 sólóplötur auk þess að eiga lög á annarra plötum.

Halli hafði tónlist að atvinnu í mörg ár en undanfarin ár hefur hann bætt við menntun sína og lauk B.ed. gráðu í tónlistarkennslu vorið 2012 frá Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Hann hefur kennt í nokkur ár í grunnskóla auk þess að hafa starfað í tónlistarskóla í nokkur ár. Í ár kemur út nýr ferilplata með honum þar sem hans bestu lög verða að finna.

Halli tók þátt í Söngvakeppninni árið 2011 með laginu Ef ég hefði vængi. Hann spreytir sig nú að nýju með laginu Vinátta við eigin texta.

Af Ruv.is 14. febrúar 2014.

Sjá einnig Tónlist.is

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 14.02.2014