Guðmundur Norðdahl (Guðmundur Haraldsson Norðdahl, Guðmundur H. Norðdahl) 29.02.1928-31.10.2018

<blockquote>Guðmundur H. Norðdahl er einstaklega fjölhæfur hljómlistarmaður. Hann hefur um árabil starfað víða um land sem hljómsveitarstjóri, hljóðfæraleikari, kórstjórnandi og stjórnandi lúðrasveita auk þess sem hann hefur fengist við tónlistarkennslu og verið skólastjóri tónlistarskóla. Guðmundur Norðdahl starfaði m.a. í Keflavfk um árabil. Með honum kom ferskur blær í tónlistarlífið. Hann gerðist stjórnandi Karlakórs Keflavíkur og einn helsti forystumaður og síðar stjórnandi lúðrasveitarinnar í bænum. Úr þeim jarðvegi sem Guðmundur Norðdahl sáði í á sínum tíma spratt margt blómið í tónlistarheiminum. Allt í einu fór t.d. fjölmenn lúðrasveit að marsera um götur Keflavíkur á tyllidögum og voru básúnan og trompetinn þanin undir trumbuslætti þannig að helst minnti á djassböndin í New Orleans snemma á tuttugustu öldinni. Guðmundur var mikill áhrifavaldur í lífi tónlistarmanna sem ólust upp á Suðurnesjum á sjötta áratug tuttugustu aldarinnar og margir þeirra urðu síðar þjóðkunnir tónlistarmenn ...</blockquote> <p align="right">Úr viðtali Ólafs Ormssonar við Guðmund – „Tæp sextíu ár í tónlist“. Morgunblaðið. 4. júní 2000, bls. B22.</p>

Staðir

Tónlistarskólinn í Reykjavík Tónlistarnemandi -1961
Mozarteum tónlistarháskólann í Salzburg Háskólanemi -1970

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Dixielandhljómsveit Árna Ísleifssonar Klarínettuleikari og Saxófónleikari
Hljómsveit Baldurs Kristjánssonar Klarínettuleikari 1946-09/11 1946-09/11
Lúðrasveit Reykjavíkur Stjórnandi 1994 1995

Viðtöl

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Háskólanemi , klarínettuleikari , skólastjóri , stjórnandi , tónlistarkennari og tónlistarnemandi

Bjarki Sveinbjörnsson uppfærði 21.06.2021