Gunnar Bernburg 28.09.1942-

Gunnar byrjaði 11 ára að læra nótur og á trompet hjá Paul Pampichler Pálssyni, sem þá lék með Sinfóníuhljómsveit Íslands og var stjórnandi Lúðrasveitar Reykjavíkur en var síðan lengi stjórnandi Sinfóníunnar. Gunnar lærði hjá Paul í fjögur ár og lék með Lúðrasveit Reykjavíkur í tvö ár á unglingsárunum. Hann kenndi hins vegar sjálfum sér á bassa um tvítugt og lagði þá trompetinn að mestu á hilluna.

Gunnar stundaði nám við strengjadeild Tónlistarskóla Reykjavíkur á árunum 1980-85 þar sem hann lærði á kontrabassa hjá Jóni bassa.

Gunnar lék á trompet með ýmsum hljómsveitum á dansleikjum frá 15 ára aldri, líklega fyrst með ÓMkvintettinum. Hann lék síðan á bassa með Tríói Matthíasar Karelssonar, með Hauki Morthens, með Lúdósextett og Stefáni um árabil til 1967, er hljómsveitin hætti um skeið, og lék síðan með fjölda hljómsveita, m.a. í Átthagasalnum á Sögu í 12 ár. Síðasta hljómsveitin sem Gunnar lék með er Heiðursmenn.

Gunnar lék fyrir dansi í Reykjavík í 35 ár og eitt ár í Kaupmannahöfn þar sem hann lék m.a. með Hauki Morthens og ýmsum dönskum hljómsveitum.

Gunnar var rannsóknarfulltrúi hjá Ríkisskattstjóra á árunum 1991-2013.

Af áhugamálum Gunnars stendur tónlistin upp úr: „Ég hef verið alæta á dægur- og danstónlist. Hlusta mikið á djass, eldri dægurlög, kántrítónlist, rokktónlistina frá upphafi þeirra Chucks Berrys, Little Richards og Elvis Presleys og eins klassíska tónlist þegar sá gállinn er á mér. Ætli uppáhaldstónskáldið mitt sé ekki Jón Leifs, sem var oft vanmetinn þótt hann hafi verið snillingur sem framtíðin gleymir ekki.“

Úr Tók dægurtónlistina fram yfir prentiðnina. Morgunblaðið. 28. september 2017, bls. 26-27

Staðir

Iðnskólinn í Reykjavík Nemandi -
Melaskóli Nemandi -
Tónlistarskólinn í Reykjavík Tónlistarnemandi 1980-1985

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Hljómsveit André Bachmann Bassaleikari 1988-09-09
Hljómsveit Hauks Morthens Bassaleikari
Lúdó Bassaleikari 1967
Lúðrasveit Reykjavíkur Trompetleikari
Ó. M. kvintettinn Trompetleikari 1961-07 1962-08

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Bassaleikari, nemandi, prentari, trompetleikari og tónlistarnemandi
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 28.09.2017