Gunnar Bernburg 28.09.1942-

<p>Gunnar byrjaði 11 ára að læra nótur og á trompet hjá Paul Pampichler Pálssyni, sem þá lék með Sinfóníuhljómsveit Íslands og var stjórnandi Lúðrasveitar Reykjavíkur en var síðan lengi stjórnandi Sinfóníunnar. Gunnar lærði hjá Paul í fjögur ár og lék með Lúðrasveit Reykjavíkur í tvö ár á unglingsárunum. Hann kenndi hins vegar sjálfum sér á bassa um tvítugt og lagði þá trompetinn að mestu á hilluna.</p> <p>Gunnar stundaði nám við strengjadeild Tónlistarskóla Reykjavíkur á árunum 1980-85 þar sem hann lærði á kontrabassa hjá Jóni bassa.</p> <p>Gunnar lék á trompet með ýmsum hljómsveitum á dansleikjum frá 15 ára aldri, líklega fyrst með ÓMkvintettinum. Hann lék síðan á bassa með Tríói Matthíasar Karelssonar, með Hauki Morthens, með Lúdósextett og Stefáni um árabil til 1967, er hljómsveitin hætti um skeið, og lék síðan með fjölda hljómsveita, m.a. í Átthagasalnum á Sögu í 12 ár. Síðasta hljómsveitin sem Gunnar lék með er Heiðursmenn.</p> <p>Gunnar lék fyrir dansi í Reykjavík í 35 ár og eitt ár í Kaupmannahöfn þar sem hann lék m.a. með Hauki Morthens og ýmsum dönskum hljómsveitum.</p> <p>Gunnar var rannsóknarfulltrúi hjá Ríkisskattstjóra á árunum 1991-2013.</p> <p>Af áhugamálum Gunnars stendur tónlistin upp úr: „Ég hef verið alæta á dægur- og danstónlist. Hlusta mikið á djass, eldri dægurlög, kántrítónlist, rokktónlistina frá upphafi þeirra Chucks Berrys, Little Richards og Elvis Presleys og eins klassíska tónlist þegar sá gállinn er á mér. Ætli uppáhaldstónskáldið mitt sé ekki Jón Leifs, sem var oft vanmetinn þótt hann hafi verið snillingur sem framtíðin gleymir ekki.“</p> <p align="right">Úr Tók dægurtónlistina fram yfir prentiðnina. Morgunblaðið. 28. september 2017, bls. 26-27</p>

Staðir

Iðnskólinn í Reykjavík Nemandi -
Melaskóli Nemandi -
Tónlistarskólinn í Reykjavík Tónlistarnemandi 1980-1985

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Hljómsveit André Bachmann Bassaleikari 1988-09-09
Hljómsveit Hauks Morthens Bassaleikari
Lúdó Bassaleikari 1967
Lúðrasveit Reykjavíkur Trompetleikari
Ó. M. kvintettinn Trompetleikari 1961-07 1962-08

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Bassaleikari , nemandi , prentari , trompetleikari og tónlistarnemandi
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 28.09.2017