Jón Árnason 21.12.1786-03.07.1834

Prestur. Stúdent 1808. Vígðist aðstoðarprestur í Miðdalaþing og bjó þar til 1814, fékk Sanda 23. apríl 1817 og Gufudal 25. júlí 1827 og hélt til æviloka. Hann var vel á sig kominn, mælskumaður og hagmæltur, stilltur og fastlyndur.Alla ævi heilsutæpur og andaðist úr brjóstveiki.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ III bindi, bls. 47-48.

Staðir

Sauðafellskirkja Aukaprestur 03.12.1810-1814
Sandakirkja Prestur 23.04.1817-1827
Gufudalskirkja Prestur 25.07.1827-1834

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 28.05.2015