Sólrún Gunnarsdóttir -

Sólrún Gunnarsdóttir hóf fiðlunám við Suzukitónlistarskólann í Reykjavík fimm ára gömul undir handleiðslu Ásdísar Þorsteinsdóttur Stross. Þaðan lá leið hennar í Tónlistarskólann í Reykjavík þar sem Auður Hafsteinsdóttir kenndi henni þar til hún útskrifaðist árið 2007 með hæstu einkunn. Eftir það flutti hún til Lundúna þar sem hún hóf nám við Trinity College of Music hjá Ginu McCormack og útskrifaðist með meistaragráðu árið 2009.

Sólrún hefur leikið einleik bæði með Strengjasveit Tónlistar- skólans í Reykjavík og Hljómsveit Tónlistarskólans í Reykjavík í Brandenburgarkonsert eftir Bach, Rómönsu eftir Árna Björnsson og fleiri verkum. Hún hlaut styrk úr sjóði Violet Wright árið 2008 til náms við Trinity College of Music. Hún er nú lausráðin við Sinfóníuhljómsveit Íslands og starfar að ýmsum verkefnum á tónlistarsviðinu.

Listasafn Sigurjóns Ólafssonar – Sumartónleikar 31. júlí 2012.


Fiðluleikari og tónlistarmaður
Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 3.10.2013