Kári Húnfjörð Einarsson 23.02.1963-

<p>Kári Húnfjörð komst í kynni við tónlist á Blönduósi um tíu ára aldur þótt ekki hafi orðið nein alvara í þeim afskiptum fyrr en tíu árum síðar þegar hann hóf nám í Tónlistarskóla Reykjavíkur. Hann útskrifaðist þaðan sem málmblásarakennari vorið 1992. Þá hafði Kári þegar hafið störf við Tónlistarskóla Seltjarnarness þar sem hann starfar enn. Sumarið 2006 hóf Kári mastersnám við Northwestern University rétt norðan við Chicago þar sem hann nam næstu fjögur sumur og útskrifaðist sem Master of Music Education sumarið 2009. Kári hefur töluvert fengist við það að útsetja og semja tónlist fyrir blásarahópa ýmiskonar ásamt því að stjórna lúðrasveitum, jazzböndum og smærri hópum í rúm tuttugu ár. Haustið 2011 tók Kári við sem stjórnandi Lúðrasveitar verkalýðsins.</p> <p align="right">Af vef Lúðrasveitar Verkalýðsins (6. febrúar 2015).</p>

Staðir

Tónlistarskólinn á Seltjarnarnesi Skólastjóri 2014-
Tónlistarskólinn í Reykjavík Tónlistarnemandi -1992
Northwestern University Háskólanemi 2006-2009

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Lúðrasveit verkalýðsins Stjórnandi 2011

Tengt efni á öðrum vefjum

Háskólanemi , skólastjóri , stjórnandi og tónlistarnemandi
Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 6.02.2015