Árni Jónsson 17.öld-17.öld

Prestur. Fæddur um 1630 og látinn kringum 1681. Stúdent úr Hólaskóla um 1650. Fyrst talinn prestur í Viðvík (líklega ásamt Hofsstöðum) um 1658. Fékk Fagranes 1661, fékk Hof á Skagaströnd 4. apríl 1673. Kærður fyrir fjölkynngi 1678. Málið var ekki tekið fyrr en á prestastefnu að Spákonufelli 5. maí 1679 og var sr. Árni dæmdur að færast undan með tylftareiði en ef hann félli á eiðnum skyldi málið afhent veraldlegu valdi til dóms. Hann fékk aðeins einn prest til að vinna með sér eiðinn. Strauk hann þá til Austfjarða, komst í enskt skip sumarið 1680 og er sagt að hann hafi látist erlendis 1681.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ I bindi, bls. 53-54.

Staðir

Viðvíkurkirkja Prestur 17.öld-1661
Hofsstaðakirkja Prestur 17.öld-1661
Fagraneskirkja Prestur 1661-1673
Hofskirkja Prestur 04.04.1673-1680

Prestur
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 21.07.2016