Þorlákur Magnússon 1737-28.05.1822

Prestur. Stúdent 1760 frá Hólaskóla. Varð djákni á Þingeyrum 1763 og vígðist aðstoðarprestur að Breiðabólstað í Vesturhópi 1. nóvember 1767, fékk Ríp 1769 en sagði þar af sér prestakallinu og ætlaði að gerast aðstoðarprestur að Breiðabólstað fyrir þrábeiðni prestsins. Hann tók upp á því að deyja svo það féll um sjálft sig. Fékk hann þá Þingeyrar og sagði af sér preststarfi 1782 vegna sjonleysis.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ Vbindi, bls. 1163-64.

Staðir

Breiðabólstaðarkirkja í Vesturhópi Aukaprestur 01.11.1767-1769
Rípurkirkja Prestur 1769-1770
Þingeyraklausturskirkja Prestur 1770-1782

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 13.06.2016