Sturla Tryggvason 06.06.1930-03.06.2003

<p>Sigurður Sturla Tryggvason fæddist á Grundarstíg 4 í Reykjavík. Foreldrar hans voru hjónin Sigríður Sigurðardóttir, húsmóðir og listmálari, f. 23. júlí 1904, d. 22. maí 1971, og Tryggvi Magnússon, teiknari og hagyrðingur, f. 6. júní 1900, d. í sept. 1960. Sturla stundaði bókbandsnám í Iðnskólanum í Reykjavík og í Bókfelli; lauk því 30. sept. 1952 og tók sveinspróf sama ár. Jafnframt stundaði hann nám í fiðluleik við Tónlistarskólann í Reykjavík hjá Birni Ólafssyni, konsertmeistara.</p> <p>Sturla var lágfiðluleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands 1963-1980, en hafði í nokkur ár áður verið lausráðinn við hljómsveitina. Jafnframt vann hann að bókbandi í Bókfelli, síðar í Sveinabókbandinu og loks í Prentsmiðjunni Odda á meðan starfskraftar leyfðu. Útför Sturlu var gerð frá Fossvogskapellu 12. júní síðastliðinn. Jarðsett var í Fossvogskirkjugarði.</p> <p align="right">Úr minningargrein í Morgunblaðinu 2. júlí 2003, bls. 26.</p>

Staðir

Iðnskólinn í Reykjavík -1952
Tónlistarskólinn í Reykjavík Tónlistarnemandi -

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Sinfóníuhljómsveit Íslands Víóluleikari 1963 1980

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Bókbindari , tónlistarmaður , tónlistarnemandi og víóluleikari

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 10.03.2015