Kjartan Eggertsson 18.08.1954-

Kjartan fæddist í Reykjavík, ólst upp í Njörvasundinu og var í sveit hjá afa sínum og ömmu í Fremri-Langey á Breiðafirði.

Kjartan var í Langholtsskóla, lauk landsprófi frá Vogaskóla, var eitt ár í MT en sneri sér þá alfarið að tónlistarnámi sem hann stundaði í Tónskóla Sigursveins þar sem aðalhljóðfæri hans var gítar.

Kjartan tók að sér tónlistarkennslu á Bíldudal árið 1977: „Það varð afdrifarík ákvörðun því þar kynntist ég konunni minni, Svanhvíti Sigurðardóttur. Auk þess varð þetta upphafið að 22 ára tónlistarkennslu á landsbyggðinni. Ég var í tvö ár á Bíldudal, fór þá í Búðardal og tók þar að mér tónlistarkennslu og skólastjórn við Tónlistarskóla Dalasýslu og organleik og kórstjórn við Hjarðarholtskirkju.

Árin í Dölunum urðu 15. Síðan var ég skólastjóri og kirkjuorganisti í Ólafsvík í fimm ár. Við fluttum til Reykjavíkur 1999 og stofnuðum Tónskóla Hörpunnar sem við höfum starfrækt síðan.“

Kjartan var í danshljómsveitum á árum áður og lék tónlist í leikhúsi fyrir erlenda ferðamenn. Hann gaf út hljómplötur og skrifaði og gaf út kennslubækur í gítarleik.

Kjartan var um skeið virkur í stjórnmálum, var varaþingmaður og sat á þingi í nokkra daga á vormánuðum 2008. Þá sat hann í nokkrum nefndum Reykjavíkurborgar um árabil.

Músíkalski eyjajarlinn. Mrogunblaðið. 18. ágúst 2014, bls. 22.

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Dögg Gítarleikari 1973-10

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Gítarkennari, gítarleikari, organisti, skólastjóri og stjórnandi
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 9.06.2016