Andrés Hjaltason 04.08.1805-22.07.1882

<p>Prestur. Stúdent frá Bessastaðaskóla 1828 með heldur góðum vitnisburði. Vígðist aðstoðarprestur frænda síns á Eyri í Skutulsfirði 2. mars 1834 en gerðist aðstoðarprestur í Kirkjubólsþingum 1837. Fékk Stað í Súgandafirði 30. júlí 1838, Gufudal 6. mars 1849, Lund 26. ágúst 1856, Garpsdal 21. október 1863 og loks Flatey 22. maí 1868. Lét þar af starfi 1880 og fór norður í Möðruvelli til sonar síns og andaðist þar 1882. Var hraustmenni að burðum, spaklyndur og dagfarsgóður. Eftir hann liggur kvæða- og sálmasafn.</p> <p align="right">Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ I bindi, bls. 10-11. </p>

Staðir

Eyrarkirkja Aukaprestur 02.05.1834-1837
Kirkjubólskirkja Aukaprestur 1837-1838
Staðarkirkja í Staðardal, Súgandafirði Prestur 30.07.1838-1863
Gufudalskirkja Prestur 06.03.1849-1856
Lundarkirkja Prestur 26.08.1856-1863
Garpsdalskirkja Prestur 21.10.1863-1868
Flateyjarkirkja Prestur 22.05.1868-1880

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 21.08.2014