Björn Líndal Jóhannesson 05.06.1876-14.12.1931

<p>Björn Líndal Jóhannesson var fæddur 5. júní 1876 á Sporði í Línakradal... [Hann] gekk skólaveginn og varð stúdent frá Reykjavíkurskóla 1901. Síðan fór hann á háskólann í Kaupmannahöfn og tók þaðan lögfræðipróf 1907. Stundaði síðan málaflutningsstörf á Akureyri til 1918 og var stundum settur bæjarfógeti og setudómari á þeim árum; jafnframt þessum störfum rak hann nokkuð búskap. Árið 1909 var hann ritstjóri blaðsins „Norðri“. Árið 1918 fluttist hann að Svalbarði á Svalbarðsströnd og rak þar búskap og útgerð það sem eftir var æfinnar. Bætti hann jörð sína stórum, og mun Svalbarð lengi bera minjar hans. f útflutningsnefnd Síldareinkasölunnar var hann kosinn árið 1928 og hefir starfað í henni síðan. Ýms fleiri trúnaðarstörf hafði hann með höndum um æfina.</p> <p>Björn Líndal var orðlagður heimilisfaðir. Hann var stórbrotinn í lund, vel máli farinn, skjótorður og hvassyrtur í orðasennum og lenti því oft í útistöðum við skoðanaandstæðinga sína. Hann var þingmaður Akureyrar 1924-1927.</p> <p>Björn Líndal var kvæntur danskri konu, Berthu, dóttur Hans Jörgen Hansen í Flensborg á Suður-Jótlandi. Lifir hún mann sinn.</p> <p align="right">Úr andlátsfregn í Degi 18. desember 1931, bls. 232.</p> <p>Sjá einnig: Melstaðakirkja, afmælisrit. Sóknarnefnd Melstaðakirkjusóknar 1999, bls. 121 ff.</p>

Staðir

Melstaðarkirkja Organisti 1889-1895

Tengt efni á öðrum vefjum

Rósa Þorsteinsdóttir uppfærði 24.07.2015