Jón Halldórsson 06.02.1698-06.04.1779

<p>Prestur. Talinn stúdent 1718 frá Hólaskóla. Fékk Grímsey 26. maí 1718, fékk Tjörn í Svarfaðardal 3. júní 1724 og Velli í Svarfaðardal1746 og hélt til æviloka.Hann var mikill maður að afli og vexti, sköruglegur en nokkuð rembilátur á fyrri árum. Harboe taldi hann ekki ólærðan en fann að rembingi hans og áminnti hann um að varast drykkjuskap og deilur sem honum væri hætt við. Um hann eru þjóðsagnir einkum um glettur Grímseyinga við hann. <p align="right">Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ III bindi, bls. 144. </p>

Staðir

Miðgarðakirkja Prestur 26.05.1718-1724
Tjarnarkirkja Prestur 03.06.1724-1746
Vallakirkja Prestur 1746-1779

Prestur
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 14.03.2019