Ketill Jensson 24.09.1925-12.06.1994

„Það er eitt af ánægjulegum ævintýrum ævinnar að Katli bróður skyldi falla í skaut tækifæri til að læra til söngs. Jens faðir okkar og bróðir hans Júlíus Ágúst voru góðir söngmenn. Við Guðbjörn bræður Ketils þóttumst ekki lakari söngmenn en hann, meðan við vorum allir í heimahúsum í Vogi í Skerjafirði og tókum allir lagið saman við undirspil grammófóns með sönglögum og óperuaríum, sem sungnar voru af íslenskum stórsöngvurum eins og Stefáni Íslandi, og Einari Kristjánssyni eða heimsfrægum söngstjörnum eins og Enrico Caruso og Jussi Björling. Enginn vafi var á að hinum látnu bræðrum mínum Guðbirni og Katli var það hin mesta ánægja og hugsvölun að taka lagið þegar í land var komið, en þeir voru löngum starfandi sjómenn ...

Úr minningargrein í Morgunblaðinu 23. júní 1994, bls. 33.


Tengt efni á öðrum vefjum

Fiskmatsmaður, sjómaður og söngvari

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 9.05.2014