Áshildur Haraldsdóttir 21.09.1965-

Áshildur nam flautuleik við Tónlistarskólann í Reykjavík og lauk síðan háskólaprófum frá New England Conservatory í Boston og Juilliard tónlistarháskólanum í New York þar sem hún var undir handleiðslu Samuel Baron. Síðar stundaði hún nám við Parísarkonservatoríið; Cycle de Perfectionnement, hjá Alain Marion og Pierre-Yves Artaud.

Áshildur hefur unnið til verðlauna í mörgum alþjóðlegum tónlistarkeppnum á borð við New England Conservatory Commencement Competition, James Pappoutsakis Flute Competition og Biennial For Young Nordic Soloists. Auk þess að koma reglulega fram sem einleikari með Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur hún leikið einleik með hljómsveitum í fjórum heimsálfum og komið fram í útvarpi og sjónvarpi í yfir 20 löndum og gefið út fimm einleikshljómdiska. Hún hefur verið félagi í Sinfóníuhljómsveit Íslands frá 2004 og kennir við Tónlistarskólann í Reykjavík.

Árið 2010 var Áshildur sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf sín á vettvangi íslenskrar tónlistar.

Sumartónleikar í Sigurjónssafni – tónleikaskrá 6. júlí 2013.


Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 30.09.2013