Gamalíel Hallgrímsson (gamli) -

Var orðinn prestur 1551. Segist sjálfur, í vitnisburði, hafa búið að Kollafossi í Vesturárdal; hefur þá líklega haldið Núp í Miðfirði, síðan segist hann hafa flust að Galtarnesi og er það í Víðidal og hefur hann því gegnt preststörfum þar, enda fær hann 1571 eitt hundr. vegna Ásgeirskirkju. Því næst segist hann hafa farið að Tjörn á Vatnsnesi og þar virðist hann vera 1569 en 1574 fékk hann Stað í Hrútafirði og hélt til 1594.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ II bindi, bls. 28.

Staðir

Staðarkirkja í Hrútafirði Prestur 1574-1594
Efra-Núpskirkja Prestur 16.öld-16.öld
Víðidalstungukirkja Prestur 16.öld-16.öld

Prestur
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 17.01.2019