Guðmundur Eiríksson 08.11.1759-04.10.1805

<p>Prestur. Stúdent frá Hólaskóla 1775. Var kvaddur til að vera prestur í Grímsey 14. apríl 1786 en réðst um líkt leyti aðstoðarprestur að Helgafelli og slapp við Grímsey en fékk ekki aðstoðarpreststarfið fyrr en 8. júní 1788. Árið 1791 varð hann aðstoðarprestur í Laufási, fékk Tjörn á Vatnsnesi 1793, Vesturhópahóla 4. apríl 1796 en fór ekki þangað heldur að Stað í Hrútafirði sem hann fékk 20. maí sama ár. Hann þótti gáfnatregur en karlmenni mikið, fégjarn og ekki vinsæll.</p> <p align="right">Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ II bindi, bls. 140-41. </p>

Staðir

Helgafellskirkja Aukaprestur 08.06.1788-1791
Laufáskirkja Aukaprestur 1791-1792
Tjarnarkirkja Prestur 1792-1796
Staðarkirkja í Hrútafirði Prestur 20.05.1796-1805

Aukaprestur og prestur
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 24.03.2015