Dóra Björgvinsdóttir 24.02.1955-
<p>Dóra hóf fiðlunám 9 ára gömul í Barnamúsíkskólanum hjá Gígju Jóhannsdóttur. Í Tónlistarskólanum í Reykjavík voru kennarar hennar Ingvar Jónasson, Björn Ólafsson og Rut Ingólfsdóttir og þaðan lauk hún einleikaraprófi árið 1977. Hún stundaði framhaldsnám við The Royal College of Music í London. Starfaði hálft ár í Harmonien í Bergen og í tvö ár í Malmö Sinfoniorkester, kom svo heim og var fastráðin í S.Í. frá 1982 til 1985. Flutti til Bandaríkjanna og starfaði í Chicago með ýmsum tónlistarhópum, m.a. Chicago Sinfonietta. Hún snéri aftur heim 1993 og hefur síðan starfað með S.Í., fyrstu árin lausráðin, en frá 1999 fastráðin. Dóra kennir við Tónmenntaskólann í Reykjavík og hefur spilað með ýmsum kammerhópum og hljómsveitum, m.a. hljómsveit Íslensku óperunnar.</p>
Staðir
Tónmenntaskóli Reykjavíkur | Tónlistarnemandi | - |
Tónlistarskólinn í Reykjavík | Tónlistarnemandi | -1977 |
Konunglegi tónlistarháskólinn í London | Háskólanemi | - |
Tónmenntaskóli Reykjavíkur | Fiðlukennari | - |
Hópar
Hópur 1 | Stöður | Frá | Til |
---|---|---|---|
Sinfóníuhljómsveit Íslands | Fiðluleikari | 1982 | 1985 |
Sinfóníuhljómsveit Íslands | Fiðluleikari | 1993 |
Skjöl
![]() |
Dóra Björgvinsdóttir | Mynd/jpg |
![]() |
Dóra Björgvinsdóttir 2012 | Mynd/jpg |
Tengt efni á öðrum vefjum

Fiðlukennari , fiðluleikari , háskólanemi og tónlistarnemandi | |
Ekki skráð | |
Ekki skráð |
Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 16.06.2016