Jakob Árnason 03.08.1770-19.08.1855

<p>Stúdent úr heimaskóla Gísla Thorlaciusar 1787. Nam læknisfræði í tvö ár. Aðstoðarmaður Páls Jakobssonar, konrektors um tíma. Fékk veitingu fyrir Gaulverjabæ 2. janúar 1799 en hélt aðstoðarprest þar til að geta sinnt konrektorsstörfunum lengur. Fluttist alfarið að Gaulverjabæ 1801 og var þar til æviloka. Varð prófastur Árnesinga frá 1819. Hann var mikilhæfur maður, ötull dugnaðar- og búsýslumaður, barnafræðari góður, heppinn læknir.</p> <p align="right">Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ III bindi, bls. 5.</p>

Staðir

Gaulverjabæjarkirkja Prestur 02.01.1799-1855

Prestur , prófastur og rektor
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 23.02.2014