Brynjólfur Þorláksson 22.05.1867-16.02.1950

<p>Brynjólfur Þorláksson fæddist í Nýjabæ á Seltjarnarnesi. Foreldrar hans voru Þorlákur Þorkelsson, f. 1829, d. 1879, bóndi á Bakka á Seltjarnarnesi, og k.h. Þórunn Sigurðardóttir, f. 1839, d. 1898.</p> <p>Brynjólfur lærði í barnaskóla á Seltjarnarnesi að þekkja nóturnar hjá Guðmundi Einarssyni í Bolla- görðum. 18 ára gamall lærði hann organleik hjá Jónasi Helgasyni og síðan lærði hann um tveggja ára bil píanóleik hjá frú Önnu Petersen, móður Helga Pjeturss. Árið 1898 fór Brynjólfur til Kaupmannahafnar og lærði þar tónfræði og orgelleik í tíu mánuði.</p> <p>Brynjólfur var skrifari hjá landshöfðingja og síðan vann hann sem ritari í stjórnarráðinu. Hann var söngkennari í barnaskólum Reykjavíkur, MR og Prestaskólanum. Hann kenndi mörgum orgelleik og þegar hann var dómorganisti 1902-1913 var hann aðalmaðurinn í tónlistarlífi höfuðstaðarins. Sem harmóníumleikari mun enginn hafa tekið honum fram, þegar hann var á besta skeiði. Kom hann oft fram sem einleikari og einnig sem samleikari með píanói og fiðlu. Hann stofnaði karlakórinn Káta pilta, sem skipaður var öllum þeim bestu söngkröftum, sem þá var völ á og söng kórinn á Þingvöllum við konungskomuna 1907.</p> <p>Brynjólfur bjó í Kanada 1913-33, einkum í Winnipeg, kenndi þar söng og orgelleik og stofnaði um 40 söngflokka í Íslendingabyggðum. Hann flutti síðan heim og var söngkennari í barnaskólum Reykjavíkur 1934-1940.</p> <p>Brynjólfur gaf út nokkrar nótna- bækur: Svanurinn, söngvasafn 1906, Organtónar I og II, 1910-1913.</p> <p>Eiginkona Brynjólfs var Guðný Magnúsdóttir, f. 10.1. 1870, d. 20.3. 1931. Foreldrar hennar voru Magnús Magnússon, sjómaður í Vogum, og heitkona hans, Sigríður Gunnarsdóttir. Börn Brynjólfs og Guð- nýjar voru Þóra, Þorlákur, Kristín Guðríður, Ágúst, Þórunn, Jóhanna Lilja, Þórunn og Sigríður Guðlaug.</p> <p align="right">Merkir Íslendingar. Morgunblaðið 22. maí 2017, bls. 23</p> <p>Sjá einnig um Brynjólf: Kennaratal á Íslandi, 1. bindi bls. 94.</p>

Staðir

Dómkirkjan Organisti 1903-1912

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 22.05.2017