Pálmi Sigurhjartarson (Pálmi Jósef Sigurhjartarson) 25.10.1965-

<p>Pálmi Sigurhjartarson byrjaði að sjálfmennta sig á píanó 1972 með því að æfa og læra bandaríska þjóðsönginn. Upp frá því sendur í tónlistarnám í Barnamúsíkskóla Reykjavíkur, þá Tónskóla Sigursveins, og var seinna í einkatímum í klassískum píanóleik til 12 ára aldurs en ráðlagt að hætta námi af kennara sínum er hann lék hið hugljúfa popplag "My life" eftir Billy Joel á jólatónleikum hins klassíska píanókennara. Má segja að þetta hafi skipt sköpum fyrir okkar mann sem byrjaði upp úr 12 ára aldri að þroska tónlistarhæfileika sína upp á eigin spýtur, og ákvað að gera tónlistina að sínu starfi ...</p> <p>Síðan 1985 hefur Pálmi tekið þátt í gerð fjölda hljómplatna, sem hljóðfæraleikari, útsetjari, upptökustjóri, lagahöfundur og söngvari. Þá hefur hann einnig starfað sem hljómsveitar- og tónlistarstjóri í sjónvarpi, útvarpi og leikhúsi, undirleikari hjá fjölda listamanna og unnið við tónlistarkennslu.</p> <p align="right">Af Tónlist.is (1. júní 2014).</p>

Staðir

Fjölbrautaskólinn í Breiðholti Nemandi -

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Centaur Píanóleikari 19891
Íslandsvinir Píanóleikari
Sniglabandið Píanóleikari 1992

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Lagahöfundur , nemandi , píanóleikari , söngvari , textahöfundur , tónlistarkennari , upptökustjóri og útsetjari
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 25.02.2016