Pálína Árnadóttir 29.05.1975-

<p>Pálína Árnadóttir fiðluleikari lauk einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1994 undir handleiðslu Guðnýjar Guðmundsdóttur. Framhaldsnám stundaði hún við University of Houston hjá Fredell Lack og lauk þaðan M.M. prófi. Einnig stundaði hún nám við Royal College of Music í Lundúnum hjá Grigory Zhislin og Juilliard-skólann í New York. Pálína hefur tekið þátt í fjölda keppna og vann meðal annars til 3. verðlauna í Corpus Christi alþjóðlegu fiðlukeppninni. Þá hefur hún komið fram sem einleikari með Sinfóníuhljómsveit Íslands og hljómsveitum í Mexíkóborg, Texas og víðar. Pálína starfar nú sem fiðluleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands.</p> <p align="right">Vefur Reykholtshátíðar 2011.</p>

Staðir

Tónlistarskólinn í Reykjavík Tónlistarnemandi -1994
Konunglegi tónlistarháskólinn í London Háskólanemi -
Juilliard tónlistarháskólinn Háskólanemi -2002

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Sinfóníuhljómsveit Íslands Fiðluleikari

Tengt efni á öðrum vefjum

Fiðluleikari , háskólanemi og tónlistarnemandi
Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 15.06.2016