Guðmundur Johnsen Einarsson 20.08.1812-28.02.1873

Prestur. Stúdent frá Bessastaðaskóla 1838, fór til Hafnar og tók lærdóms- og guðfræðipróf. Hann fékk Möðruvallaklaustursprestakall 03.12. 1846 og varð prófastur í Vaðlaþingi 1851.. Fékk Arnarbæli 26. maí 1856 og hélt til dauðadags er hann drukknaði í Ölfusá. Hann var vel máli farinn, viðfelldinn og vinsæll.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ II bindi, bls. 157-8.

Staðir

Möðruvallakirkja í Hörgárdal Prestur 03.12.1846-1856
Arnarbæliskirkja Prestur 26.05.1856-1873

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 18.04.2017