Gísli Einarsson -

Prestur. Fæddur um 1570 og látinn 1659 eða 1660. Nam bæði við Hóla- og Skálholtsskóla auk Hafnarháskóla. Varð rektor í Skálholti 1595-96 og var lítt af honum látið. Fékk Vatnsfjörð 2. júlí 1596. Hann varð prófastur í norðurhluta Ísafjarðarsýslu og í Strandasýslu 1617-1636. Hann var látinn fá Stað á Reykjanesi 25. júmí 1636 og hélt til 1656 ef ekki til dauðadags. Hann var skáldmæltur.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ II bindi, bls. 46.

Staðir

Vatnsfjarðarkirkja Prestur 02.07.1596-1636
Staðarkirkja á Reykjanesi Prestur 25.06.1636-1656

Prestur, prófastur og rektor
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 11.05.2015