Kjartan Valdemarsson 31.05.1967-

<p>Kjartan nam píanóleik við Tónlistarskóla Mosfellsbæjar áður en hann hélt til Bandaríkjanna, en hann stundaði nám við Berklee College of Music 1985-1989.</p> <p>Auk þess að leika jazztónlist með öllum sem nöfnum tjáir að nefna í íslensku jazzlífi hefur Kjartan spilað mikið af popptónlist, m.a. með hljómsveitinni Todmobile.</p> <p>Hann hefur starfað í leikhúsum og unnið mikið í hljóðverum, bæði sem hljómborðsleikari og upptökustjóri. Kjartan er einnig eftirsóttur útsetjari, en hann hefur gert mikið af útsetningum, m.a. fyrir Sinfóníuhljómsveit Íslands og Stórsveit Reykjavíkur.</p> <p>Hann hefur einnig gert tónlist fyrir sjónvarp, m.a. fyrir Spaugstofuna og Áramótaskaupið.</p> <p>Þá lék Kjartan um tíma með einni af fremstu stórsveitum Svíþjóðar; Norbotten Big Band.</p> <p>Kjartan er kennari við Tónlistarskóla FIH, auk þess að starfa sem píanóleikari við Listdansskóla Íslands og Íslenska dansflokkinn.</p> <p>Kjartan er afkastamikið tónskáld og nýverið frumflutti Stórsveit Reykjavíkur heila dagskrá verka Kjartans undir yfirskriftinni Riff-rildi.</p> <p align="right">Af Bloggi Kjartans (9. mars 2014).</p>

Staðir

Listaskóli Mosfellsbæjar Tónlistarnemandi -
Berklee tónlistarháskólinn í Boston Háskólanemi 1985-1989

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Todmobile Hljómborðsleikari
Tusk Hljómborðsleikari 2012

Tengt efni á öðrum vefjum

Háskólanemi , píanóleikari , tónlistarkennari , tónlistarnemandi og tónskáld
Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 9.06.2016