Kjartan Valdemarsson 31.05.1967-

Kjartan nam píanóleik við Tónlistarskóla Mosfellsbæjar áður en hann hélt til Bandaríkjanna, en hann stundaði nám við Berklee College of Music 1985-1989.

Auk þess að leika jazztónlist með öllum sem nöfnum tjáir að nefna í íslensku jazzlífi hefur Kjartan spilað mikið af popptónlist, m.a. með hljómsveitinni Todmobile.

Hann hefur starfað í leikhúsum og unnið mikið í hljóðverum, bæði sem hljómborðsleikari og upptökustjóri. Kjartan er einnig eftirsóttur útsetjari, en hann hefur gert mikið af útsetningum, m.a. fyrir Sinfóníuhljómsveit Íslands og Stórsveit Reykjavíkur.

Hann hefur einnig gert tónlist fyrir sjónvarp, m.a. fyrir Spaugstofuna og Áramótaskaupið.

Þá lék Kjartan um tíma með einni af fremstu stórsveitum Svíþjóðar; Norbotten Big Band.

Kjartan er kennari við Tónlistarskóla FIH, auk þess að starfa sem píanóleikari við Listdansskóla Íslands og Íslenska dansflokkinn.

Kjartan er afkastamikið tónskáld og nýverið frumflutti Stórsveit Reykjavíkur heila dagskrá verka Kjartans undir yfirskriftinni Riff-rildi.

Af Bloggi Kjartans (9. mars 2014).

Staðir

Listaskóli Mosfellsbæjar Tónlistarnemandi -
Berklee tónlistarháskólinn í Boston Háskólanemi 1985-1989

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Todmobile Hljómborðsleikari
Tusk Hljómborðsleikari 2012

Tengt efni á öðrum vefjum

Háskólanemi, píanóleikari, tónlistarkennari, tónlistarnemandi og tónskáld
Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 9.06.2016