Jón Jónsson (yngri) 1737-22.08.1796

Prestur. Stúdent frá Hólaskóla 1759 með góðum vitnisburði. Vígðist aðstoðarprestur föður síns á Gilsbakka 28. maí 1765 og fékk prestakallið eftir hann 13. desember 1771 og hélt til æviloka. Árið 1772 var hann kvaddur til þess að vera aðstoðarprófastur í Mýrasýslu en sagði því starfi lausu 17. janúar 1774. Hann var vel gefinn maður, merkisprestur og prýðilega látinn.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ III bindi, bls. 184.

Staðir

Gilsbakkakirkja Aukaprestur 28.05.1765-1771
Gilsbakkakirkja Prestur 13.12.1771-1796

Aukaprestur, prestur og prófastur
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 9.10.2014