Páll Pálsson 04.10.1836-04.10.1890

Prestur.

Heimild: Guðfræðingatal 1847 - 1957. Björn Magnússon, Leiftur 1957.

  Var í Lærða skólanum 1850—1852, fór utan til lækninga við málleysi 1853, las síðan utanskóla. Stúdentspróf Lsk. 1858. Guðfræðipróf Prestaskólanum 1860.
      Vígðist 1861 aðstoðarprestur til föður síns að Prestsbakka. Fékk Meðallandsþing 1862, sat í Langholti, Kálfafell í Fljótshverfi 1863, Mosfell í Mosfellssveit 1865, en tók ekki við því. Lét þá af prestskap í bili og lagði sig eftir málleysingjakennslu, skip. 1867 heyrnar- og málleysingjakennari og hélt uppi skóla til æviloka. Fékk Kálfafell að nýju 1866, fékk leyfi 1867 til að búa á Prestsbakka og gegna nauðsynlegri prestsþjónustu í Kirkjubæjarprestakalli fyrir prestinn þar, fluttist þangað á fardögum 1868. Prestur þar til 1877, á Stafafelli 1877—1881, en fékk þá Hallormsstað og Þingmúla og hélt til æviloka, sat í Þingmúla. Páll drukknaði í Grímsá 4. október 1890.
Alþm. V.-Skaft. 1869— 1874, alþm. Skaft. 1874—1880. Sat ekki þingið 1873.
Samdi námsbækur handa mál- og heyrnarleysingjum.

Heimild: Íslenskar æviskrár PÁÓ IV bindi, bls. 137.

Heimild:Alþingisvefurinn

Skipulagt skólahald fyrir heyrnarlausa hófst á Íslandi 1867 og skólaskylda heyrnarlausra 1872 en frá árinu 1820 höfðu heyrnarlausir á Íslandi getað sótt nám í Danmörku. Árið 1857 kom út kennslubók, ritið Fingramálsstafróf. Upphaflega fór kennsla heyrnarlausra fram á heimilum kennara, fyrst á heimili Ðáls Pálssonar . Heimild Wikipedia

Staðir

Prestbakkakirkja Aukaprestur 04.06. 1861-1862
Langholtskirkja í Meðallandi Prestur 28.04. 1862-1863
Kirkjubæjarklausturskirkja Prestur 07.12. 1869-1877
Þingmúlakirkja Prestur 23.03. 1881-1890
Kálfafellskirkja Prestur 07.01. 1863-1863
Stafafellskirkja Prestur 05.04. 1866-1877
Kálfafellskirkja Prestur 05.04. 1866-1869

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 5.12.2018