Páll Pálsson 04.10.1836-04.10.1890

<p>Prestur. <p><span dir="ltr">Heimild: Guðfræðingatal 1847 - 1957. Björn Magnússon, Leiftur 1957.</span></p> <p><span dir="ltr">  Var í Lærða skólanum 1850—1852, fór utan til lækninga við málleysi 1853, las síðan utanskóla. Stúdentspróf Lsk. 1858. Guðfræðipróf Prestaskólanum 1860.<br />       Vígðist 1861 aðstoðarprestur til föður síns að Prestsbakka. Fékk Meðallandsþing 1862, sat í Langholti, Kálfafell í Fljótshverfi 1863, Mosfell í Mosfellssveit 1865, en tók ekki við því. Lét þá af prestskap í bili og lagði sig eftir málleysingjakennslu, skip. 1867 heyrnar- og málleysingjakennari og hélt uppi skóla til æviloka. Fékk Kálfafell að nýju 1866, fékk leyfi 1867 til að búa á Prestsbakka og gegna nauðsynlegri prestsþjónustu í Kirkjubæjarprestakalli fyrir prestinn þar, fluttist þangað á fardögum 1868. Prestur þar til 1877, á Stafafelli 1877—1881, en fékk þá Hallormsstað og Þingmúla og hélt til æviloka, sat í Þingmúla. Páll drukknaði í Grímsá 4. október 1890.<br /> Alþm. V.-Skaft. 1869— 1874, alþm. Skaft. 1874—1880. Sat ekki þingið 1873.<br /> Samdi námsbækur handa mál- og heyrnarleysingjum.</span></p> <p align="right">Heimild: Íslenskar æviskrár PÁÓ IV bindi, bls. 137. </p> <p><span dir="ltr">Heimild:Alþingisvefurinn</span></p> <p><span dir="ltr">Skipulagt skólahald fyrir heyrnarlausa hófst á Íslandi 1867 og skólaskylda heyrnarlausra <a href="http://is.wikipedia.org/wiki/1872" title="1872">1</a>872 en frá árinu 1820 höfðu heyrnarlausir á Íslandi getað sótt nám í <a href="http://is.wikipedia.org/wiki/Danm%C3%B6rk" title="Danmörk">D</a>anmörku. Árið 1857 kom út kennslubók, ritið Fingramálsstafróf. Upphaflega fór kennsla heyrnarlausra fram á heimilum kennara, fyrst á heimili <a href="http://is.wikipedia.org/wiki/P%C3%A1ll_P%C3%A1lsson" title="Páll Pálsson">Ð</a>áls Pálssonar . Heimild Wikipedia</span></p>

Staðir

Prestbakkakirkja Aukaprestur 04.06. 1861-1862
Langholtskirkja í Meðallandi Prestur 28.04. 1862-1863
Kirkjubæjarklausturskirkja Prestur 07.12. 1869-1877
Þingmúlakirkja Prestur 23.03. 1881-1890
Kálfafellskirkja Prestur 07.01. 1863-1863
Stafafellskirkja Prestur 05.04. 1866-1877
Kálfafellskirkja Prestur 05.04. 1866-1869

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 5.12.2018