Egill Ólafsson 09.02.1953-

<p>Egill stundaði ungur hljóðfæranám, lærði á gítar og piano og spilaði í drengjalúðrasveit undir stjórn Karls Ottó Runólfssonar, á cornet. Hann söng í Kór MH undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur á menntaskólaárum.</p> <p>Egill nam tónlist í Tónlistarskólanum í Reykjavík á árunum 1970-1976. Kennarar hans voru Engel Lund, Þuríður Pálsdóttir, Jón Ásgeirsson, Þorkell Sigurbjörnsson, Martin Hunger o.fl., þá sótti Egill einkatíma hjá Thorsten Föllinger og Guðmundi Jónssyni og tileinkaði sér síðar söngtækni Jo Estill undir handleiðslu Poul Farrington. Í tónsmíðum sótti Egill einkatíma hjá Per Raben um skeið, en hann samdi tónlist fyrir margar Fassbinder kvikmyndir.</p> <p>Egill hefur að mestu haldið sig við laga- og textasmíðar sem höfundur, en einnig hefur hann samið mikið af leikhústónlist af öllum gerðum, kórtónlist, lúðrasveitarmúsík og tónlist fyrir smærri strengja- og lúðrahópa.</p> <p>Egill hefur samið tónlist fyrir 26 leiksýningar, síðast í leikverk um Fridu Kahlo hjá Þjóðleikhúsinu.</p> <p>Eftir Egil er tónlist í þremur söngleikjum, þeir eru; Grettir, Eva Luna og Come Dance With Me, sem leikið var á Off Broadway í New York 1996. Egill er þekktur af sörfum sínum með ýmsum tónlistarhópum, þar eru helstir; Spilverk þjóðanna, Stuðmenn, Hinn íslenski Þursaflokkur, Tríó Björns Thoroddsen, Blái hatturinn, Les Grand Tango og The Icelandic Soundcompany.</p> <p>Undir nafni Egils hafa komið út sex sóló-plötur og nú nýverið er komin út ný plata, sem heitir VETUR, en á henni eru allir textar eftir Egil og tónlist sem hann hefur samið einn og í félagi við Matti Kallio, sem er finnskur tónhöfundur búsettur á Íslandi.</p> <p>Sem söngvari og leikari hefur Egill leikið yfir 70 hlutverk, þar af í rúmlega 20 kvikmyndum, á leiksvíði í bæði söngleikjum og leikverkum, í þýskum framhaldsþáttum fyrir sjónvarp og íslenskum sjónvarpsmyndum. Egill hefur sungið í fjölda söngleikja og nú síðast söng hann hlutverk Javert í Vesalingunum í uppfærslu Þjóðleikhússins, en þá voru 25 ár frá því hann söng hlutverk Jean Valjean í sama verki á sama sviði.</p> <p align="right">Tónlist.is (2013)</p> <p>Í FaceBook-færslu 26. mars 2018 sagði Egill:</p> <blockquote>Í dag, 26. mars 2018, á 39 ára afmælisdegi sonar míns, Gunnlaugs Egilssonar, dansara og danshöfundar, skilaði ég til Tónlistarsafns Íslands, öllu mínu hafurtaski, sem safnast hefur á 43ja ára ferli dægurlagasöngvara, leikara og tón - og textahöfundar. Um er að ræða; frumrit nótna, textaskrif, kvikmyndahandrit, sendibréf, póstkort, plaköt, smáprent af öllu tagi, aðgöngumiðar, dreifimiðar, tónleikaskrár, ljósmyndasafn, úrklippusafn og myndbönd...</blockquote> <p>Í fyllingu tímans verður þetta efni skráð og gert aðgengilegt áhuga- og fræðimönnum.</p> <p align="right">Jón Hrólfur - 15. febrúar 2019</p>

Staðir

Menntaskólinn við Hamrahlíð Nemandi -
Tónlistarskólinn í Reykjavík Tónlistarnemandi 1970-1976
Háskólinn í Reykjavík Háskólanemi -

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Aggi Slæ og Tamlasveitin Söngvari og Hljómsveitarstjóri 1994-01 1997-11-08
Scream Söngvari og Hljómborðsleikari 1968 1969
Spilverk þjóðanna Söngvari og Kontrabassaleikari
Stuðmenn Söngvari
Tríó Björns Thoroddsen Söngvari 1996

Tengt efni á öðrum vefjum

Háskólanemi , leikari , nemandi , söngvari , textahöfundur , tónlistarnemandi og tónskáld
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 15.02.2019