Melkorka Ólafsdóttir 19.11.1981-

Melkorka stundaði flautunám á Íslandi hjá Bernharði S. Wilkinssyni, Hallfríði Ólafsdóttur og Maríu Cederborg. Vorið 2005 lauk hún B.Mus. gráðu frá Konunglega Konservatoríinu í Haag hjá Emily Beynon, fyrsta flautuleikara Concertgebouw hljómsveitarinnar. Hún lauk mastersgráðu frá Konservatoríinu í Amsterdam ári síðar.

2006-2007 stundaði Melkorka mastersnám með sérhæfingu í hljómsveitar- og kammertónlist við Guildhall School of Music and Drama. Í síðastnefndum skóla hlotnuðust henni James Galway verðlaunin. Árin 2005-2008 sótti hún, samhliða öðru námi, mánaðarlega tíma til Patrick Gallois í París og lauk hjá honum Premier Prix og Prix de Exellance, hvorutveggja með heiðursverðlaunum dómnefndar ...

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Kúbus Flautuleikari 2013

Tengt efni á öðrum vefjum

Flautuleikari
Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 8.01.2015