Þuríður Jónsdóttir 30.03.1967-

Þuríður nam tónsmíðar við Tónlistarskólann í Reykjavík. Hún flutti til Ítalíu og lærði hjá Cristínu Landuzzi, Adriano Guarnieri og Lelio Camilleri og lauk diplómum í flautuleik, tónsmíðum og raftónlist frá Konservatórínu í Bologna. Árið 1992 sótti hún masterclassa hjá Franco Donatoni í Chigiana-akademíunni í Siena og við Borgartónlistarskólann í Mílanó 1992-1993, og nam hjá Alessandro Solbiati við Akademíuna í Novara 1995-1996.

Verk Þuríðar hafa verið leikin af Sinfóníuhljómsveit Íslands og hafa hópar eins og Caput, Kammersveit Reykjavíkur, Ísafold og Adapter, pantað og leikið eftir hana ný verk fyrir hin ýmsu tilefni og hátíðir. Hún hefur hlotið pantanir frá franska og þýska ríkisútvarpinu. Þá hafa verk hennar heyrst á „Présences“ útvarpshátíðinni í París, Musica Nova í Kaupmannahöfn, Norrænum mússíkdögum í Norrköping, Reykjavík og Kaupmannahöfn, ISCM í Visby, Nordlighter í Berlín, Länder-Zyklus í Salsbúrg, MusiMarch í Quebec auk fjölmargra hátíða á Ítalíu og smærri tónleikum um víða veröld auk þess sem þeim hefur verið útvarpað í yfir þrjátíu löndum.

Verk hennar „Rauður hringur“ fyrir kór, einsöngvara og rafhljóð og hljómsveitarverkið „Flow and Fusion“ voru tilnefnd til Íslensku Tónlistarverðlaunanna árin 2002 og 2004 en það síðarnefnda var einnig valið í hóp tíu bestu verka ársins 2004 á Rostrum, alþjóðlegu tónskáldaþingi útvarpsstöðva (UNESCO) í París. Þá tilnefndi Ríkisútvarpið einnig harmóníkukonsert hennar, „Installation around a heart“, á sama þingi árið 2007 og flautukonsertinn, Flutter árið 2009.

Þuríður var tilnefnd til Tónskáldaverðlauna Norðurlandaráðs 2006, 2010 og 2012.

Af vef Reykjavíkurakademíunnar 2013.

Staðir

Menntaskólinn í Kópavogi Nemandi -
Tónlistarskóli Kópavogs Tónlistarnemandi -
Tónlistarskólinn í Reykjavík Tónlistarnemandi -

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Flautuleikari, nemandi, tónlistarnemandi og tónskáld
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 30.03.2017