Gísli Oddsson 11.05.1778-08.1855

Prestur. Stúdent frá Hólaskóla árið 1800. Vígðist 7. apríl 1805 aðstoðarprestur á Miklabæ, (Víðivöllum), fékk Ríp 1811, fékk Reynistað 4. desember 1828. Lét af prestskap 1852. Afarmenni að afli en stillingarmaður og góðmenni en daufur kennimaður.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ II bindi, bls. 72.

Staðir

Miklabæjarkirkja Aukaprestur 07.04.1805-1811
Rípurkirkja Prestur 1811-1828
Reynistaðarkirkja Prestur 04.12.1828-1852

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 12.01.2017