Þorbjörn Hlynur Árnason 10.03.1954-

Prestur. Stúdent frá MH 1974. Cand. theol. frá HÍ 28. júní 1980. Framhaldsnám í guðfræði við Vanderbilt University í Tennessee 1980-82. Sóknarprestur í Borgarprestakalli á Mýrum frá 1. júní 1982 og vígður 31. maí sama ár. Ráðinn biskupsritari frá 1. júní 1990 til 1. ágúst 1995 en tók þá að nýju við Borgarprestakalli. Prófastur í Borgarfjarðarprófastsdæmi frá 15. október 1997.

Heimild: Guðfræðingatal 1847-2002 eftir Gunnlaug Haraldsson bls. 878

Staðir

Borgarkirkja Prestur 01.06.1982-1990
Borgarkirkja Prestur 01.08.1995-

Prestur og prófastur
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 9.01.2019