Einar Örn Konráðsson 02.03.1979-

Einar Örn bjó í Bolungarvík fyrstu 20 ár ævi sinnar og vann ýmist í frystihúsinu eða við beitningu. Hann kláraði grunndeild rafiðna og fyrsta stig í vélstjórn í Framhaldsskóla Vestfjarða sem þá hét en síðan lá leiðin suður á bóginn. Þar hélt hann áfram námi í rafmagninu við Iðnskólann í Reykjvík en á þeim árum varð kennaraverkfall og ákvað Einar þá að söðla um og tók að túra um landið með gítarinn og söng víðsvegar. Hann var fastráðinn í tvö ár á Dubliners og Nelly´s um tveggja ára skeið og söng sig inn í hug og hjörtu gesta, þá aðallega ferðamanna sem voru í heimsókn hér á landi.

Einar Örn hefur gefið út einn geisladisk, „Lognið á undan storminum“ og vann Sæluhelgarlagakeppnina árið 2003 á Suðureyri með laginu „Sæluríkið Suðureyri“. Einnig vann hann trúbadorakeppni Suðurnesja árið 2005. Árið 2006 komst Einar Örn í úrslit í Stóru Trúbadorakeppninni sem haldin var í Reykjavík og endaði þar í fjórða sæti. Einar Örn tók þátt í bandinu hans Bubba og komst áfram og fór fyrir hönd Vestfjarða í þáttinn en náði svo ekki áframhaldandi þátttöku.

Vikari.is – Fréttabréf Bolvíkinga (15. júní 2008).


Tengt efni á öðrum vefjum

Tónlistarmaður
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 20.12.2013