Matthías Birgir Nardeau (Matthías Birgir Vincent Nardeau) 23.04.1982-

<p>Að loknu einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík vorið 2003 fór Matthías Birgir Nardeau til framhaldsnáms til Parísar og hlaut tveimur árum síðar, „premier prix à l'unanimité de jury“ frá Conservatoire National de Région de Paris. Meðal kennara hans þar voru þau Jean-Claude Jaboulay, Hélène de Villeneuve og Stéphane Suchanek. Hann sótti námskeið og einkatíma hjá þekktum óbóleikurum og má þar nefna Albrecht Mayer, Jacques Tys og Jean-Louis Capezzali.</p> <p>Matthías hóf störf við Sinfóníuhljómsveit Íslands árið 2006 og gegnir nú stöðu uppfærslumanns á óbó og englahornsleikara. Einnig leikur hann í Kammersveit Reykjavíkur, hljómsveit Íslensku Óperunnar og víðar. Matthías hefur komið fram sem einleikari með Sinfóníuhljómsveit Íslands, Kammersveit Reykjavíkur og Borgarhljómsveitinni í Seinäjoki í Finnlandi. Undanfarin ár hefur hann verið virkur þátttakandi í íslensku tónlistarlífi og m.a. leikið reglulega með Önnu Guðnýju Guðmundsdóttur píanóleikara og frumflutt óbókonsert eftir Karólínu Eiríksdóttur.</p> <p>- - - - -</p> <p>Matthías Birgir Nardeau graduated from the Reykjavík College of Music in 2003 with an oboe soloist diploma. He continued his studies at the Conservatoire National de Région de Paris (CNR), where he graduated two years later and was awarded the “premier prix à l'unanimité de jury.” His teachers in France included Jean-Claude Jaboulay, Hélène de Villeneuve and Stéphane Suchanek. He has attended master classes and lessons with such renowned oboe players as Albrecht Mayer, Jacques Tys and Jean-Louis Capezzali.</p> <p>Matthías joined the Iceland Symphony Orchestra in 2006 and is now the solo English Horn player with obligations to play first oboe. He also plays with the Reykjavík Chamber Orchestra and the Icelandic Opera. He has appeared as a soloist with many ensembles in Iceland, including the Iceland Symphony Orchestra and Reykjavík Chamber Orchestra. In Finland he has soloed with the Seinäjoki City Orchestra. In addition, Matthías has been active on the Icelandic music scene, performing on regular basis with pianist Anna Guðný Guðmundsdóttir.</p> <p align="right">Sumartónleikar í Sigurjónssafni – tónleikaskrá 9. júlí 2013.</p>

Skjöl


Tónlistarmaður og óbóleikari
Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 11.08.2015