Stefán Árnason 15.07.1807-17.06.1890

Prestur. Stúdent utanskóla frá Bessastaðaskóla 1838. Vígðist 21. júní 1840 aðstoðarprestur föður síns á Tjörn í Svarfaðardal, varð aðstoðarprestur á Hólum 1843. Fékk Fell í Sléttuhlíð 11. september 1847 og Kvíabekk 1. júní 1860 og Háls í Fnjóskadal 19. september 1873 og fékk þar lausn frá embætti 28. mars 1883. Búhöldur góður.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ IV bindi, bls. 1312-13.

Staðir

Tjarnarkirkja Aukaprestur 21.06.1840-1843
Hóladómkirkja Aukaprestur 1843-1847
Fellskirkja Prestur 11.09.1847-1860
Kvíabekkjarkirkja Prestur 01.06.1860-1873
Hálskirkja Prestur 10.09.1873-1883

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 14.02.2017