Rúnar Óskarsson 13.05.1970-

<p>Rúnar lauk kennara- og einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík vorið 1993 þar sem Sigurður I. Snorrason var aðal kennari hans. Þaðan lá leiðin til Hollands þar sem Rúnar nam hjá George Pieterson við Sweelinck tónlistarháskólann og útskrifaðist þaðan með láði árið 1996. Samhliða klarínettunáminu nam hann bassaklarínettuleik hjá Harry Sparnaay við sama skóla og lauk einleikarprófi á bassaklarínettu vorið 1998. Rúnar sótti einnig tíma hjá Walther Boeykens í Rotterdam og lauk prófi í kammertónlist frá Tónlistarháskólanum í Rotterdam árið 1997.</p> <p>Rúnar hefur leikið víða um Evrópu, m.a. í Noregi, Danmörku, Belgíu, Þýskalandi og í Concertgebouw Amsterdam í Hollandi. Einnig hefur hann leikið inn á tvo geisladiska sem hafa að geyma verk fyrir klarínettu og píanó. Eftir átta ára dvöl í Hollandi við nám og störf flutti Rúnar sumarið 2001 til Íslands og hefur síðan leikið reglulega með CAPUT og Kammersveit Reykjavíkur, auk þess sem hann er klarínettu- og bassaklarínettuleikari við Sinfóníuhljómsveit Íslands.</p> <p align="right">Vefur Sinfóníuhljómsveitar Íslands.</p>

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Lúðrasveit Hafnarfjarðar Stjórnandi
Lúðrasveitin Svanur Stjórnandi 2003 2008

Tengt efni á öðrum vefjum

Klarínettuleikari
Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 28.09.2016