Steingrímur Kristján Hall (S. K. Hall) 16.11.1877-17.08.1969

<p>Steingrímur Kristján Hall er sonur hjónanna Jónasar (Hallgrímssonar) Hall og Sigríðar Kristjánsdóttur, bæði þingeysk að ættum. Þau fluttu ung til Vesturheims – frá Fremsta-felli í Köldukinn, Suðurþingeyjarsýslu, árið 1874, staðnæmdust fyrst í Austur Canada og komu þrem árum síðar til Gimli. Þar fæddist Steingrímur þann 16. nóvember 1877. Árið 1880 fluttu þau alfarin til Norður Dakota, þar sem Jónas varð friðdómari, á Gardar og Edinburg, og vel metinn maður til dauðadags.</p> <p>Að algengu skólanámi loknu gekk Steingrímur inn í Music-deild Gustavus Adouphus College í St. Peter, Minn., og útskrifaðist þaðan með heiðri árið 1899 með Bachelor of Musie gráðunni. Síðar stundaði hann framhaldsnám hjá frægustu kennurum í Chicago og víðar. Haustið 1902 var hann ráðinn kennari við "Gustavus Adolphus Conservatory of Music" og hélt þeirri stöðu í 3 ár, með prófessors nafnbót. Árið 1904 kvæntist Steingrímur hinni vinsælu og ágætu söngkonu Sigríði Jónsdóttur Hördal; eignuðust þau tvær dætur, sem báðar lærðu music al foreldrum sínum, og eru nú giftar.</p> <p>Sumarið 1905 fluttu þau hjónin til Winnipeg, og gerðist hann organleikari við Fyrstu Lúthersku kirkjuna, hina íslensku; hélt hann þeirri stöðu í 30 ár, og hafði auk þess fulla söngstjórn á hendi í 17 ár. Þá stofnaði hann og hornleikaraflokk, "West Winnipeg Band" og stjórnaði honum í 5 ár. Öll þessi ár var hann jafnframt önnum kafinn píanókennari og í þrjú ár fastur kennari í píanóspili við "St. Johns College" hér í borginni.</p> <p>Árið 1936 fluttu þau Steingrímur og Sigríður til Wynyard, Sask. Þar hefir hann síðan haft á hendi kenslu í sambandi við haskóla Saskatehewanfylkis, og nemendur hans gengið þar undir próf með hæsta vitnisburði.</p> <p>Steingrímur hefir um langan tíma átt heillaríkan þátt í tónlistarstarfsemi Íslendinga hér vestra; en samt mun óhætt að fullyrða, að lengst muni halda nafni hans á lofti hin frumsömdu tónverk hans. Með honum má með nokkrum sanni segja, að byrji nýtt tímabil í tónskáldasögu okkar. Hér um bil öll okkar tónskáld byrjuðu af vanefnum og lítilli eða engri undirstöðu mentun í tónlist, og unnu sig upp, þó misjafnlega; en eftir Steingrím sést ekkert fyr en löngu eftir að hann hafði öðlast alla sína tónmentun. Enda bera öll lög hans þess glöggan vott. Þau eru flest skrifuð fyrir sólósöng, og er undirleikurinn fast samanofinn söngröddinni og óaðskiljanlegur hluti heildarinnar. Að skáldlegri fegurð og listahagleik minna sum þeirra helst á Schumann, þótt vitanlega sé þar um engar stælingar að ræða.</p> <p>Út hafa komið eftir Steingrím tvö sönghefti fyrir einsöng með undirspili, og er hið þriðja nú á uppsiglingu. Hið fyrsta nefnist „Icelandie Song Miniatures“, var prentað 1924 og vakti strax eftirtekt meðal söngfróðra og söngelskandi manna og kvenna. Kvæðin eru bæði á ensku og íslensku, og eru lögin sem hér segir:</p> <ol> <li>Vængir næturinnar – Christopher Johnston.</li> <li>Björkin – Stgr. Thorsteinsson.</li> <li>Ástarsæla – Stgr. Thorsteinsson.</li> <li>Sönglistin – Stgr. Thorsteinsson.</li> <li>Sof þú mitt barn – Stgr. Thorsteinsson.</li> <li>Þú ert sem bláa blómið – Þýtt, Ben. Gröndal.</li> <li>Gleym-mér-ei – Stgr. Thorsteinsson.</li> <li>Dýru verði keypt – Chr. Johnston.</li> </ol> <p>Næsta hefti heitir “Songs of Iceland", – og var prentað 1949. Í því eru þessi lög:</p> <ol> <li>Þó þú langförull legðir – St. G. Stephansson.</li> <li>Hjarta mitt og harpa – Thomas Moore.</li> <li>Á sprengisandi – Grímur Thomsen.</li> <li>Altaf man eg – Thomas Hood.</li> <li>Vögguljóð – Jakobína Johnson.</li> <li>Farewell – Charles Kingsley.</li> <li>Prayer at Eventide.</li> <li>Remorse.</li> </ol> <p>Þriðja bókin, sem bíður eftir prentun og heitir „Songs of the North“, hefir þessi lög:</p> <ol> <li>Tónninn – Guðm. Stefánsson.</li> <li>Nafnið – Stgr. Thorsteinsson.</li> <li>Vorsöngur – Stgr. Thorsteinsson.</li> <li>Lof - H. S. Axdal.</li> <li>Þú ein – Páll S. Pálsson.</li> <li>Láttu guðs hönd – Hallgr. Pétursson.</li> <li>Bros – Páll S. Pálsson.</li> <li>Þrjú þjóðlög – þýð. Próf. Skúli Johnson.</li> </ol> <p>Þýðingarnar í þessum bókum hafa gjört: Jakobína Johnson, Dr. Sig. Júl Johannesson, séra Runólfur Fjeldsted, prófessor Skúli Johnson, Ben. Gröndal, Páll Bjarnason, H. S. Axdal, Einar P. Jónsson, A. H. Pálmi.</p> <p>Þá hefir og verið prentað lag andlegs efnis: "M God, why hast thou forsaken me, með þýðingum eftir Dr. B. B. Jónsson. Ennfremur liggja óprentuð í handriti fjöldi af lögum fyrir sólósöng, karlaraddir, og blandaðan kór, sömuleiðis píanó,- orgel- og fiðluleikir.</p> <p>Lög Steingríms hafa verið sungin bæði í útvarp og á óteljandi samkomum og hafa hlotið almenna hylli og óteljandi lofsverð ummæli söngfróðra manna og kvenna, sem enginn vegur er til að endurprenta í þessu stutta yfirliti.</p> <p align="right"><a href="_init.jsp?pageId=5685834">Nokkur Vestur-Íslensk tónskáld.</a> Gísli Jónsson. Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga. 1. janúar 1950, bls. 79.</p>

Tengt efni á öðrum vefjum

Tónlistarmaður og tónskáld
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 17.08.2021