Berglind María Tómasdóttir 09.08.1973-

<p>Berglind María Tómasdóttir stundaði nám í flautuleik við Tónlistarskólann í Reykjavík og Konunglega danska konservatoríið. Meðal helstu kennara voru Bernharður Wilkinson, Hallfríður Ólafsdóttir, Toke Lund Christiansen og Pierre-Yves Artaud.</p> <p>Berglind hefur komið fram á Listahátíð í Reykjavík, Bang on a Can Marathon í Yerba Buena Center for the Arts í San Francisco, Sumartónleikum í Skálholtskirkju, CMMAS tölvutónlistarsetrinu í Morelia í Mexíkó, Myrkum músíkdögum, MSPS New Music Festival í Shreveport, Louisiana, REDCAT í Los Angeles og Nordic Music Days svo fátt eitt sé nefnt. Hún hefur jafnframt leikið inn á fjölda hljóðrita, meðal annars sem einleikari ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands undir stjórn Vladimir Ashkenazy.</p> <p>Berglind var framkvæmdastjóri Sumartónleika í Skálholtskirkju á árunum 2004-2006, framkvæmdastjóri Íslensku tónlistarverðlaunanna 2005-2007 og umsjónarmaður tónlistarþáttarins Hlaupanótan á Rás 1 2005-2008. Auk þess hefur Berglind sinnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir hönd tónlistarmanna.</p> <p align="right">Af vef Berglindar Maríu 8. júlí 2013.</p>

Staðir

Tónlistarskólinn í Reykjavík Tónlistarnemandi -
Konunglegi tónlistarháskólinn í Kaupmannahöfn Háskólanemi -

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Flautuleikari , háskólanemi og tónlistarnemandi
Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 23.01.2016