Ástvaldur Magnússon 29.06.1921-27.03.2008

<p> Ástvaldur sótti söngtíma hjá Sigurði Skagfield og síðar Maríu Markan. Hann söng 2. tenór í hinum kunna söngkvartett Leikbræðrum, á árunum 1945–1955, en aðrir liðsmenn hans voru Torfi bróðir Ástvaldar, Friðjón Þórðarson mágur hans og Gunnar Einarsson. Hafði Ástvaldur nýlokið við að skrá sögu Leikbræðra er hann lést. Hann söng ungur í Breiðfirðingakórnum, síðar í Karlakór Reykjavíkur 1962–1984, og var formaður kórsins 1976–1980. Eftir það söng hann með eldri félögum Karlakórsins, allt til ársins 2007. Ástvaldur léði einnig kórum í Dölum krafta sína í gegnum árin. Árið 2002, er Ástvaldur stóð á áttræðu, setti hann saman tvöfaldan söngkvartett, Breiðagerðisbræður, með sonum sínum, dóttursyni og frændum, og hefur sá hópur komið fram við ýmis tækifæri.</p> <p align="right">Byggt á minningargrein í Morgunblaðinu 7. apríl 2008, bls. 26.</p>

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Breiðfirðingakórinn Kórsöngvari
Karlakór Reykjavíkur Kórsöngvari 1962 2007
Leikbræður Söngvari 1945 1955

Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 29.10.2020