Hilmar Örn Agnarsson 09.05.1960-

<p>Hilmar Örn, organisti og kórstjóri, hóf tónlistarnám sitt við Tónskóla Þjóðkirkjunnar ungur að árum. Hann lauk tónmenntakennaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1983, þar sem aðalkennari hans var Jónas Ingimundarson.</p> <p>Að útskrift lokinni starfaði hann sem organisti og kórstjóri í Þorlákshöfn og Strandarkirkju árin 1983-1985. Þaðan hélt hann til frekara náms í orgelleik og kórstjórn í Þýskalandi og stundaði nám við Hochschule für Musik und darstellende Kunst í Hamborg frá 1985-1991. Aðalkennarar hans þar voru Gerhard Digkel organisti í St. Michael kirkjunni í Hamborg, Rose Kirn, sérfræðingur í barokktúlkun og Klaus Vetter kórstjóri.</p> <p>Árið 1991 var Hilmar ráðinn organisti við Skálholtsdómkirkju og stjórnaði þar öflugu tónlistarlífi til loka árs 2008. Hann tók við stöðu organista í Kristskirkju, Landakoti í Reykjavík, í byrjun árs 2009. Hann er stjórnandi Kórs Dómkirkju Krists konungs, Kammerkórs Suðurlands, stúlknakórsins Karítur Íslands, Yngri barnakór Neskirkju og reykvíska, frjálsa og óháða kórsins Söngfjelagsins.</p> <p>Hilmar hefur ferðast með kóra sína um margar heimsálfur. Kammerkór Biskupstungna var m.a. fulltrúi Íslands á Expo í Japan 2005. Hann hefur gefið út fjölda geisladiska með kórum sínum og á síðasta ári kom út ,,Heilagur draumur” með tónlist eftir breska tónskáldið sir John Tavener í flutningi Kammerkórs Suðurlands. Hljómplatan var valin plata mánðarins í október sl. hjá hinu virta tímariti Gramophone og var tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna sem hljómplata ársins í flokknum ,,sígild og samtímatónlist”.</p> <p align="right">Af vef Kammertónleika á Kirkjubæjarklaustri 2012.</p>

Staðir

Úthlíðarkirkja Organisti 2006-

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Þeyr Bassaleikari

Tengt efni á öðrum vefjum

Organisti
Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 27.04.2018