Hilmar Örn Agnarsson 09.05.1960-

Hilmar Örn, organisti og kórstjóri, hóf tónlistarnám sitt við Tónskóla Þjóðkirkjunnar ungur að árum. Hann lauk tónmenntakennaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1983, þar sem aðalkennari hans var Jónas Ingimundarson.

Að útskrift lokinni starfaði hann sem organisti og kórstjóri í Þorlákshöfn og Strandarkirkju árin 1983-1985. Þaðan hélt hann til frekara náms í orgelleik og kórstjórn í Þýskalandi og stundaði nám við Hochschule für Musik und darstellende Kunst í Hamborg frá 1985-1991. Aðalkennarar hans þar voru Gerhard Digkel organisti í St. Michael kirkjunni í Hamborg, Rose Kirn, sérfræðingur í barokktúlkun og Klaus Vetter kórstjóri.

Árið 1991 var Hilmar ráðinn organisti við Skálholtsdómkirkju og stjórnaði þar öflugu tónlistarlífi til loka árs 2008. Hann tók við stöðu organista í Kristskirkju, Landakoti í Reykjavík, í byrjun árs 2009. Hann er stjórnandi Kórs Dómkirkju Krists konungs, Kammerkórs Suðurlands, stúlknakórsins Karítur Íslands, Yngri barnakór Neskirkju og reykvíska, frjálsa og óháða kórsins Söngfjelagsins.

Hilmar hefur ferðast með kóra sína um margar heimsálfur. Kammerkór Biskupstungna var m.a. fulltrúi Íslands á Expo í Japan 2005. Hann hefur gefið út fjölda geisladiska með kórum sínum og á síðasta ári kom út ,,Heilagur draumur” með tónlist eftir breska tónskáldið sir John Tavener í flutningi Kammerkórs Suðurlands. Hljómplatan var valin plata mánðarins í október sl. hjá hinu virta tímariti Gramophone og var tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna sem hljómplata ársins í flokknum ,,sígild og samtímatónlist”.

Af vef Kammertónleika á Kirkjubæjarklaustri 2012.

Staðir

Úthlíðarkirkja Organisti 2006-

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Þeyr Bassaleikari

Tengt efni á öðrum vefjum

Organisti
Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 27.04.2018