Jón Jónsson -14.08.1735

Prestur fæddur um 1663. Vígðist 7. október 1688 prestur að Garpsdal og þjónaði jafnframt Reykhólasókn. Varð prófastur í Barðastrandarsýslu 10. nóvember 1705 til 1708 er hann fékk Miklaholt. Var settur prófastur í Snæfellsnessýslu 24. ágúst 1720 en færðist undan því við biskup en lét undan þar til sr. Snorri Jónsson tók við því. Fékk Staðastað 1721 og hélt til æviloka. Hann var umsýslumaður og skörungur, lipur í prestsverkum og vel liðinn, ýkinn nokkuð en vel að sér.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ III bindi, bls. 176-77.

Í neðanskráðri heimild er Jón ekki talinn til prófasta í Snæfellsnessýslu heldur Snorri frá 1720

Heimild: Prestatal og prófasta á Íslandi. Hannes Þorsteinsson og Björn Magnússon 1950, bls. 157.

Staðir

Garpsdalskirkja Prestur 07.10.1688-1708
Miklaholtskirkja Prestur 1708-1721
Staðakirkja á Staðastað Prestur 1721-1735

Prestur og prófastur
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 27.10.2014