Magnús Þór Sigmundsson 28.08.1948-

Magnús Þór Sigmundsson hefur jafnan farið sínar eigin leiðir og stundum synt á móti tónlistarstraumnum líkt og laxinn í leit að eigin hryggningarstað. Eins og ungra manna er siður byrjaði ferillinn á bjartsýni og stórum draumum. Magnús fékk góðan byr í fyrstu og lét berast yfir hafið með bárufallinu til fjarlægra landa í leit að frægð og frama. Hann settist að í útjaðri Lundúna ásamt félögum sínum í Change þar sem poppiðan ólgaði. Félagar Magnúsar snéru flestir aftur heim til Íslands eftir þriggja ára veru ytra - reynslunni ríkari. Magnús var um kyrrt og starfaði aðallega sem lagasmiður. Hann gaf einnig út sólóplötur sem fengu ágætis viðtökur. Magnús ákvað að flytja til Íslands eftir fimm ára útivist. Hann tók að sér ýmis störf og gerði m.a. vinsælar barnaplötur...

Jónatan Garðarsson. Af FaceBook-síðu Magnúsar


Tengt efni á öðrum vefjum

Gítarleikari, lagahöfundur og söngvari
Ekki skráð
Ekki skráð