Bragi Jónsson 10.03.1985-

Bragi hóf tónlistarnám sitt sex ára í Tónlistarskóla Öxarfjarðarhéraðs, fyrst á trompet og síðan á píanó til fimmtán ára aldurs. Árið 2006 hóf hann nám við Söngskólann í Reykjavík þar sem hann hefur notið leiðsagnar hjá Má Magnússyni, Alex Ashworth og undanfarin þrjú ár hjá Bergþóri Pálssyni. Hann hefur jafnframt notið leiðsagnar píanóleikaranna Ólafs Vignis Albertssonar, Kristins Arnar Kristinssonar, Iwonu Aspar Jagla og nú Krystynu Cortes. Hann lauk 8. stigs prófi vorið 2010.

Bragi hefur tekið þátt í uppfærslum nemendaóperu Söngskólans á Brúðkaupi Fígarós, The show must go on og nú síðast Don Djammstaff. Hann byrjaði 11 ára í kirkjukór í Kelduhverfi og er nú félagi í kirkjukór Hvalsneskirkju. Hann hefur verið meðlimur í Óperukórnum í Reykjavík undir stjórn Garðars Cortes síðan vorið 2006 og komið fram sem einsöngvari með kórnum við ýmiss tilefni. Bragi er einnig félagi í karlakórnum Voces Masculorum sem er eingöngu skipaður tónlistarmenntuðum söngvurum, kórinn syngur aðallega við jarðarfarir en einnig af og til við önnur tilefni. Þá er hann í Kór Íslensku Óperunnar þar sem hann hefur tekið þátt í nokkrum uppfærslum og má þar nefna Cavalleria rusticana og I pagliacci (2008), Ástardrykkurinn (2009), Draugagangur í Óperunni (2009), Hel (2009), og Rigoletto (2010) þar sem hann fór með hlutverk Ceprano greifa.

Af vef Íslensku óperunnar

- - - - -

The Icelandic bass Bragi Jónsson finished his Master of Vocal Performance at The Royal College of Music as a Laing Scholar. He graduated from The Reykjavik Academy of Singing and Vocal Arts with distinction in May 2011. Has studied with Bergthor Palsson in Iceland, now continues his studies with Russell Smythe and David Jones.

On stage he has performed the role of the Badger in production of The Cunning Little Vixen at Garsington Opera (2014), he also covered the role of Rocco in Fidelio. He performed Sarastro in Amore Opera production of The Magic Flute (2013)...

From Bragi's website (March 18, 2016)

Staðir

Háskóli Íslands Háskólanemi -
Söngskólinn í Reykjavík Tónlistarnemandi 2006-2011
Konunglegi tónlistarháskólinn í London Háskólanemi -

Tengt efni á öðrum vefjum

Háskólanemi, söngvari og tónlistarnemandi
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 18.03.2016