Snorri Wium 12.01.1962-

<p>Snorri stundaði nám við Söngskólann í Reykjavík hjá Magnúsi Jónssyni og Dóru Reyndal. Að því loknu hélt hann til náms í Vínarborg og lauk diplom-prófi frá tónlistarháskólanum þar í borg árið 1992. Aðalkennarar hans þar voru Svanhvít Egilsdóttir og Carol Blencho-Mayo. Þar fór hann m.a. með hlutverk Rodolfos í La Bohème, Lionels í Mörtu og Hans í Seldu brúðinni. Snorri hefur sungið með Jugendstil Theater, Salzburger Tourne, við óperuhúsin í Lippstadt, Flensburg Kaiserslautern og víðar. Þá söng hann þrjú sumur í kór Wagnerhátíðarinnar í Bayreuth. Snorri var fastráðinn sem einsöngvari við óperuna í Coburg í Þýskalandi á árunum 1992-1996.</p> <p>Í Íslensku óperunni hefur hann m.a. sungið hlutverk Dr. Blind í Leðurblökunni, Malcolms í Macbeth, titilhlutverkið í óperunni Werther og hlutverk Don Basilios og Don Curizos í Brúðkaupi Fígarós, Pedrillo í Brottnáminu úr kvennabúrinu og Tóbíasar Ragg í Sweeney Todd. Hann söng hlutverk stýrimannsins í Hollendingnum fljúgandi hjá Þjóðleikhúsinu árið 2000. Snorri hefur starfað við við fjölda óperuhúsa ýmist sem gestur eða fastráðinn söngvari bæði í Austurríki og Þýskalandi. Meðal helstu hlutverka má nefna Andreas, Cochenille, Franz og Pitichinaccio í Ævintýrum Hoffmanns, Pedrillo í Brottnáminu úr kvennabúrinu, Loka í Reingold og titilhlutverkið í Werther.</p> <p align="right">Vefur Íslensku óperunnar 2013.</p>

Staðir

Söngskólinn í Reykjavík Tónlistarnemandi -
Tónlistarháskólinn í Vínarborg Háskólanemi -1992

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Hljómkórinn Tenór

Tengt efni á öðrum vefjum

Háskólanemi , söngvari og tónlistarnemandi
Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 17.03.2016