Hallgrímur Jónsson -21.07.1681

Prestur. Stúdent frá Hólaskóla um 1625, skráður í Hafnarháskóla 1526 og var þar til sumarið 1628. Varð þá heyrari á Hólum 1628-30. Vígðist 28. nóvember 1630 til Höskuldsstaðaprestakalls en varð að víkja þaðan 1632. Fékk þá Reynistaðaklaustursprestakall og Glaumbæ í fardögum 1639 og hélt til æviloka. Prófastur í Húnaþingi var hann örugglega 1651, trúlega frá 1649. Var officialis í Hólabiskupsdæmi og gegndi biskupsembætti í forföllum. Var vel að sér og mikils virtur en búmaður í meðallagi.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ II bindi, bls. 282-83.

Staðir

Höskuldsstaðakirkja Prestur 28.11.1628-1632
Reynistaðarkirkja Prestur 1632-1639
Glaumbæjarkirkja Prestur 1639-1681

Prestur og prófastur
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 15.07.2016