Eyjólfur Grímsson -

Prestur á 16. öld. Kemur fyrst við sögu 1530 og er þá kirkjuprestur í Skálholti. Hefur verið prestur á Stað í Grindavík um 1538-41 og líklega fengið Hvalsnes 1541 og svo Mela 1549. Dæmdur frá prestskap 24. febrúar 1571 fyrir ýmsar sakir. Óljóst er hvort hann hélt Melum allan tímann til 1571 eða var einhvern tíma í Skálholti aftur.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ I bindi, bls. 455.

Staðir

Skálholtsdómkirkja Prestur "16"-"16"
Staðarkirkja í Grindavík Prestur 1538-1541
Hvalsneskirkja Prestur 1541-1549
Melakirkja Prestur 1549-1571

Prestur
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 26.05.2014