Guðmundur Emilsson 24.04.1951-

<p><strong>Menntun</strong>: Tónmenntakennarapróf frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1971. BM-gráða frá tónmenntadeild Eastman School of Music, University of Rochester í New York 1975, MM-gráða frá tónvísindadeild sama háskóla 1979. Doktorsnám (DMA) í kór-, óperu- og hljómsveitarstjórn, við Indiana University í Bloomington í Indiana 1979-1982, lokatónleikar, doktorsvörn 1993.</p> <p><strong>Starfsferill</strong>: Hljómsveitarstjórn í útlöndum: Fjölmargar hljómsveitir í Rochester, NY, og Bloomington, Indiana, 1973-1981. New Music Ensemble, Bloomington, 1980-1982. Hljómsveitin Avanti! í Helsinki 1989. Esbo Stadsorkester í Finnlandi 1990. Ensemble Instrumental de Grenoble í Frakklandi 1992-1993. Þjóðarfílharmónía Rúmenska útvarpsins 1992 og 1994-1996. Þjóðarfílharmónía Ekvadors 1993. Sinfóníuhljómsveit Mar de Plata og Sinfóníuhljómsveit St. Juan í Argentínu 1993. Sinfóníuhljómsveit Æskunnar í Ísrael og Ashdod-kammersveitin þar 1996. Sinfóníetta Rómarborgar og Orchestra del Tetro Lirico, Cagliari, Sardinia, 1996. Stjórnandi Baltnesku Fílharmóníunnar í Riga í Lettlandi 1997-2000; hljóðritaði með hljómsveitinni átta geisladiska með verkum íslenskra og erlendra samtímatónskálda. Brown University Symphony Orchestra, Rhode Island, 1998. Oregon Mozart Players 1998. Ohio University Chamber Players 2000. Sinfóníuhljómsveit Pólska útvarpsins 2000. Collegium Musicum í Bonn 2002. Hefur frá 1998 stjórnað hljómsveitartónleikum vegna heimsókna forseta Íslands til Lettlands, Póllands, Bandaríkjanna og Þýskalands.</p> <p align="right">Sjá nánar á vef Guðmundar.</p>

Staðir

Tónlistarskólinn í Reykjavík Tónlistarnemandi -1971
Eastman tónlistarháskólinn Háskólanemi -1979
Indiana háskóli Háskólanemi -1993

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Hljómsveit Hauks Morthens Píanóleikari 1970 1970
Söngsveitin Fílharmónía Stjórnandi 1982 1986

Tengt efni á öðrum vefjum

Hljómsveitarstjóri , háskólanemi , píanóleikari , tónlistarnemandi og tónmenntakennari
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 30.01.2015