Guðni Þ. Guðmundsson (Guðni Þórarinn Guðnason) 06.10.1948-13.08.2000

<p>Guðni lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja 1965. Að því loknu fór hann til Reykjavíkur og stundaði nám við Tónlistarskólann í Reykjavík og lauk þaðan tónmenntakennaraprófi árið 1969.</p> <p>Haustið 1969 hóf Guðni nám við Det Kongelige danske musikkonservatorium. Hann lauk kantorprófí árið 1971 og síðan meiraprófi á orgel vorið 1976. Samhliða náminu í tónlistarháskólanum stundaði hann nám í trompetleik og instrumentation.</p> <p>Guðni vann alla tíð með náminu og spilaði á hinum ýmsu stöðum. Hann vann einnig í fimm ár sem organisti í Vestre-fangelsinu í Kaupmannahöfn.</p> <p>Guðni flutti til íslands árið 1976 og starfaði í eitt ár sem organisti við Langholtskirkju og tók síðan við starfi organista í Bústaðakirkju árið 1977 og starfaði þar síðan. Hann kenndi við Tónlistarskólann í Hafnarfirði frá 1976.</p> <p align="right">Úr minningargrein. Morgunblaðið 22. ágúst 2000, bls. 46.</p>

Staðir

Langholtskirkja Organisti 1976-1977
Bústaðakirkja Organisti 1977-2000

Tengt efni á öðrum vefjum

Organisti og tónlistarmaður

Bjarki Sveinbjörnsson uppfærði 11.05.2016