Hallgrímur Þorsteinsson 17.03.1776-04.08.1866

Prestur. Stúdent frá Hólaskóla 1799. Vígðist sem aðstoðarprestur sr. Jóns Þorlákssonar að Bægisá. Drukknaði í Hraunsvatni 1816. Hann var ásjálegur maður, dável gefinn og söngmaður ágætur.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ II bindi, bls. 293.

Þrátt fyrir að almennt sé miðað við heimildir Páls Eggert Ólafssonar þá er ljóst, í þessu tilfelli, að dánarár Hallgríms er rangt skráð hjá honum. Allar aðrar heimildir telja dánarár hans 1816 og er því ekki tekið mark á Páli að þessu sinni. GVS.

Staðir

06.03.1803-1816

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 3.05.2017